• 175g Hälsans Kök sojapylsur
  • 3 skífur ferskur ananas
  • Saft úr einu lime
  • 1 stk vorlaukur saxaður
  • 2 msk fersk mynta, fínhökkuð
  • Salt og pipar
  • 150g sykurbaunir
  • 4 stk gulrætur
  • 1 stk salathaus (má vera hvað sem er)
  • 3 msk olía
  • 1 stk hvítlauksrif

Aðferð

Skerið ananas í smá teninga og blandið saman með limesafa ,vorlauk,myntu og pipar,kælið. Sjóðið sykurbaunir í saltvatni í 3-4 mín, kælið. Skerið gulrætur í þunnar skífur. Rífið salathaus niður og blandið saman við sykurbaunir og gulrætur.

 

Hærið 2.msk olíu saman við salt og pipar og hellið yfir salatið.

 

Blandið hvítlauk,limesafa,pipar og 1 msk olíu saman og penslið pylsurnar.

 

Grillið í 2-4 mín á heitu grilli, snúið reglulega. Gott er að gefa með bakaða kartöflu með réttinum.